Þriggja mánaða fangelsi fyrir typpamyndir og tilraun til vændiskaupa Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 19:05 Landsréttur staðfesti dóm Héraðdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira