Spyrja 50 lykilspurninga um framtíð sveitarstjórnarstigs Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. maí 2019 11:00 Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins en íbúar voru 40 um síðustu áramót. Fréttablaðið/Stefán „Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
„Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira