Innlent

Harmleikur þegar sjúklingur á Vogi kveikti í sér

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sjúkrahúsið Vogur er við Stórhöfða í Reykjavík.
Sjúkrahúsið Vogur er við Stórhöfða í Reykjavík. VÍSIR/VILHELM
Sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild um helgina með brunasár en grunur leikur á að hann hafi kveikt í sér. Litlar upplýsingar fást um líðan mannsins en forstjórinn á Vogi kveðst ekki hafa þær upplýsingar.

„Þetta er harmleikur fyrir einstaklinginn,“ segir  Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs. Hún vildi lítið tjá sig um atvikið og taldi það ekki fréttnæmt. Það hafi verið eins og hvert annað slys.

„Þetta er bara atvik sem verður. Get ekki tjáð mig um það frekar en önnur mál,“ segir Valgerður.

Aðspurð um líðan mannsins vísar hún á sjúkrahúsið, hún hafi ekki þær upplýsingar. Og ef grunur sé um eitthvað til að rannsaka þá sé það lögreglunnar.

Landspítali hefur þá reglu að svara ekki spurningum um einstaka sjúklinga.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kvaðst ekki kannast við að málið hefði komið inn á borð þar. Sjálfsskaði er sjaldgæfur á Vogi.

Fram kom í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á síðasta þingi að tveir einstaklingar hafi fyrirfarið sér á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×