Afar viðkvæm staða uppi í kjaraviðræðum Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. febrúar 2019 14:15 Samningstilboð SA var lagt fram á fundinum í gær en trúnaður ríkir um innihald þess. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tímapunkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissáttasemjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir fljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólarhringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skattabreytingar og leiguvernd. Að stjórnvöld fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Stjórnvöld hafa núna átt í óformlegum samtölum við aðila vinnumarkaðarins um hver hugsanleg aðkoma okkar gæti verið til að greiða fyrir samningum. Það liggur fyrir að hún er háð því að það sjáist til lands í kjaraviðræðum. Þetta eru aðskilin ferli en þau þurfa svo að mætast á einhverjum tímapunkti,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð í kjaradeilu sinni við VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Að ósk ríkissáttasemjara ríkir trúnaður um innihald tilboðsins en stéttarfélögin fjögur munu svara því á samningafundi á föstudaginn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að tilboð SA sé fyrsta skrefið í því að menn geti rýnt enn betur í stöðuna. „Það er auðvitað þannig að þessar viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og er þar vægt til orða tekið. Þessi hópur okkar sem hefur yfir 60 prósent félagsmanna ASÍ á bak við sig mun vinna mjög þétt saman í áframhaldinu.“ Vilhjálmur segir það skýrast í næstu viku hvort það verði vík milli aðila eða hvort menn nái að þreifa sig eitthvað áfram. „Aðkoma stjórnvalda að lausn þessarar deilu er náttúrulega æpandi. Það þarf að liggja fyrir fljótlega eftir helgi.“ Katrín segir það liggja fyrir að það sé ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að greiða fyrir lausn þessara mála. Þau mál sem séu í umræðunni séu mislangt komin en á þetta sé komin nokkuð heildstæð mynd. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ segir Katrín. Vilhjálmur segir að næsti sólarhringur verði nýttur til þess að reikna út og skoða hlutina vel. „Að sjálfsögðu er partur af því líka að reyna að þrýsta á stjórnvöld því við þurfum að fara að sjá ofan í það box til að geta vegið og metið hvar við stöndum gagnvart SA. Það er ljóst að við erum að horfa til þess ásamt því að ná saman við SA í samningi sem myndi gilda í nokkur ár.“ Allt lúti þetta að því að auka ráðstöfunartekjur. „Eins og ég hef margoft sagt er meðal annars hægt að gera það í gegnum skattabreytingar og leiguvernd. Að stjórnvöld fari nú að huga að því að taka hagsmuni alþýðunnar og íslenskra heimila fram yfir hagsmuni fjármálakerfisins.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagðist ekki ætla að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir samningafundinn á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Forseti ASÍ segir að reynt sé að púsla myndinni í kjaraviðræðum saman á mörgum vígstöðvum en engar tillögur í skattamálum liggi fyrir frá stjórnvöldum. 13. febrúar 2019 08:30
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30