Vilja afskrá kannabis sem hættulegt fíkniefni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Skilgreiningin á hættulegustu fíkniefnum heims er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. fréttablaðið/gva Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira