Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2019 14:25 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing á dögunum. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan. Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan.
Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30