Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 10:51 Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum. Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum.
Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45