Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 10:51 Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum. Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum.
Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45