Seldi eigur sambýliskonu sinnar á Facebook eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 16:04 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Maðurinn auglýsti eigur konunnar til sölu á Facebook þrátt fyrir að hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að nálgast þær. Áður hafði komið fram að maðurinn hafði ekki afhent konunni búslóð hennar að fullu, samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness árið 2017. Þar krafðist konan þess að munirnir yrðu teknir úr vörslu mannsins en í þessu máli krafði hún manninn um skaðabætur að upphæð 1,5 milljóna króna.„Þarft enga löggu eða vesen“ Forsaga málsins er sú að fólkið var í sambúð og eignuðust saman börn. Þau slitu samvistum árið 2016 en konan flutti út af heimilinu og fór í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í málinu lágu fyrir útprentanir af fernum smáskilaboðum sem maðurinn sendi konunni eftir samvistarslitin í mars 2016. Í skilaboðunum biður maðurinn konuna ítrekað um að hitta sig og segir hana ekki þurfa „löggu eða vesen“, en fyrir liggur að konan fór á heimili mannsins í lögreglufylgd degi áður en hann neitaði að afhenda eigur hennar. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Ilmvötn, veski, snyrtivörur og sjónvörp Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanna fólksins. Í tölvupósti lögmanns konunnar til lögmanns mannsins í maí 2016 kemur fram að konan hafi ekki enn fengið eigur sínar þrátt fyrir tvær tilraunir hennar til að sækja þær með lögreglu. Konan varð svo vör við það að maðurinn væri að auglýsa eigur hennar til sölu á sölusíðu á Facebook. Í framhaldinu ítrekaði lögmaður konunnar í fjórum tölvupóstum á tímabili fram til september ársins 2016 hvort mögulegt sé að konan geti nálgast eigur sínar, en fékk engin svör. Einnig var farið yfir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Einnig liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona mannsins auglýsir til sölu ýmsa muni sem konan upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og maðurinn hafði áður auglýst. Við mat á tjóni konunnar leit dómurinn til þess að konan hafi miðað við verð á nýjum munum, sem maðurinn taldi of hátt. Konan lagði fram kvittanir og aðrar staðfestingar á kaupum muna, rúmlega ein milljón króna, en aðrar fjárhæðir byggðu á verðmati hennar sjálfrar. Þá lá fyrir að einhverjir af þeim munum sem maðurinn reyndi að selja voru ónotaðir og nýir, jafnvel enn með verðmiðum. Aðrir munir, sérstaklega dýrari munir eins og sjónvörp og stór heimilistæki voru eldri og notaðir. Bætur til handa konunni þóttu því hæfilega ákvarðaðar 750.000 krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða 868 þúsund krónur í málskostnað í ríkissjóð. Dómsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Maðurinn auglýsti eigur konunnar til sölu á Facebook þrátt fyrir að hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að nálgast þær. Áður hafði komið fram að maðurinn hafði ekki afhent konunni búslóð hennar að fullu, samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness árið 2017. Þar krafðist konan þess að munirnir yrðu teknir úr vörslu mannsins en í þessu máli krafði hún manninn um skaðabætur að upphæð 1,5 milljóna króna.„Þarft enga löggu eða vesen“ Forsaga málsins er sú að fólkið var í sambúð og eignuðust saman börn. Þau slitu samvistum árið 2016 en konan flutti út af heimilinu og fór í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í málinu lágu fyrir útprentanir af fernum smáskilaboðum sem maðurinn sendi konunni eftir samvistarslitin í mars 2016. Í skilaboðunum biður maðurinn konuna ítrekað um að hitta sig og segir hana ekki þurfa „löggu eða vesen“, en fyrir liggur að konan fór á heimili mannsins í lögreglufylgd degi áður en hann neitaði að afhenda eigur hennar. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Ilmvötn, veski, snyrtivörur og sjónvörp Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanna fólksins. Í tölvupósti lögmanns konunnar til lögmanns mannsins í maí 2016 kemur fram að konan hafi ekki enn fengið eigur sínar þrátt fyrir tvær tilraunir hennar til að sækja þær með lögreglu. Konan varð svo vör við það að maðurinn væri að auglýsa eigur hennar til sölu á sölusíðu á Facebook. Í framhaldinu ítrekaði lögmaður konunnar í fjórum tölvupóstum á tímabili fram til september ársins 2016 hvort mögulegt sé að konan geti nálgast eigur sínar, en fékk engin svör. Einnig var farið yfir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Einnig liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona mannsins auglýsir til sölu ýmsa muni sem konan upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og maðurinn hafði áður auglýst. Við mat á tjóni konunnar leit dómurinn til þess að konan hafi miðað við verð á nýjum munum, sem maðurinn taldi of hátt. Konan lagði fram kvittanir og aðrar staðfestingar á kaupum muna, rúmlega ein milljón króna, en aðrar fjárhæðir byggðu á verðmati hennar sjálfrar. Þá lá fyrir að einhverjir af þeim munum sem maðurinn reyndi að selja voru ónotaðir og nýir, jafnvel enn með verðmiðum. Aðrir munir, sérstaklega dýrari munir eins og sjónvörp og stór heimilistæki voru eldri og notaðir. Bætur til handa konunni þóttu því hæfilega ákvarðaðar 750.000 krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða 868 þúsund krónur í málskostnað í ríkissjóð.
Dómsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sjá meira