Áfengisfrumvarpið í brennidepli: "Við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:00 Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna. fréttablaðið/ernir Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Þingmenn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði aflagt og smásala með áfengi verið gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða þessari breytingu vilja flutningsmenn leggja áherslu á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram því þrisvar sinnum áður hafa verið lögð fram sambærileg frumvörp. Eins og áður takast á lýðheilsusjónarmið og viðskiptafrelsissjónarmið. Eftir að Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið við rökstyðja þá skoðun sína að fyrirkomulagið ætti að vera í óbreytti mynd af lýðheilsusjónarmiðum steig Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðustól Alþingis og sagðist óttast stjórnmálamenn sem alhylltust forræðishyggju.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelm„Hin dæmigerða forræðishyggja“ á ferðinni „Ég verð að játa það að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit fyrir því sem henni er sjálfri eða einstaklingum fyrir bestu,“ sagði Þorsteinn sem velti því fyrir sér hvers vegna sömu rökum væri ekki beitt í tengslum við stórskaðlegar neysluvörur á borð við sykraðar matvörur og tóbak. Ari Trausti svaraði Þorsteini um hæl. „Við sem erum hérna 63 þingmennirnir, við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum,“ sagði Ari Trausti sem gefur lítið fyrir slík rök. Hann sagði þá jafnframt að samfélagskostnaðurinn og óhamingjan sem fylgi alkóhóli sé hundraðfalt alvarlegri en það sem stafar af sykurneyslu og tóbaksreykingum. Það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þorsteinn sagði hér væri aftur á ferðinni „hin dæmigerða forræðishyggja að treysta ekki fólki til þess að hafa vit fyrir sjálfu sér.“Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.vísir/hannaOkkar allra veikasta fólk í húfi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði ástæðuna fyrir því að hann væri í hópi flutningsmanna vera heildaráhrif frumvarpsins. Hann sagði að í húfi væri okkar allra veikasta fólk og þess vegna yrði að auka framlög í lýðheilsusjóð til að koma fólki sem glími við áfengissjúkdóm til aðstoðar. „Þetta er skattur á það fólk og það fólk þarf einmitt meira fjármagn fyrir meðferðarúrræði. Við þurfum meira fjármagn í forvarnir.“ Ari Trausti sagði það skjóta skökku við að verið væri að tala um forræðishyggju í mál þar sem kannanir sýndu að almenningur vilji halda fyrirkomulaginu í óbreyttri mynd. „Allar kannanir, sem tengjast þessu tiltekna frumvarpi, sýna að andstaðan við það hún bara eykst. Og hvar er fagfólkið, af hverju eigum við ekki allt í einu að hlusta á það. Að kalla þetta forræðishyggju, ég kalla þetta samfélagsábyrgð. Svo getum við bara verið með þessi gildishlöðnu orð og skipst á þeim hérna. Þá er ég bara forræðishyggjumaður en ég er líka samfélagsábyrgðarmaður. Um forvarnir, ég er alveg sammála um það, við eigum auðvitað að efla þær og það að ríkið skattleggi þessa vöru það held ég sé bara einfaldlega andsvar við vandamálunum sem tengjast þessari vöru. Þessi skattlagning leggst auðvitað illa á þá sem eru háðir áfengi en það er ekki hægt að hafa áfengi á útsölu fyrir það fólk.“ Jón Þór sagðist þá vera bjartsýnn á að hægt væri að fá þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja að setja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og forvarnir í skiptum fyrir smá viðskiptafrelsi. „Ég held það sé alveg gerlegt.“ Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44 Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Þingmenn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði aflagt og smásala með áfengi verið gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða þessari breytingu vilja flutningsmenn leggja áherslu á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram því þrisvar sinnum áður hafa verið lögð fram sambærileg frumvörp. Eins og áður takast á lýðheilsusjónarmið og viðskiptafrelsissjónarmið. Eftir að Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið við rökstyðja þá skoðun sína að fyrirkomulagið ætti að vera í óbreytti mynd af lýðheilsusjónarmiðum steig Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðustól Alþingis og sagðist óttast stjórnmálamenn sem alhylltust forræðishyggju.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelm„Hin dæmigerða forræðishyggja“ á ferðinni „Ég verð að játa það að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit fyrir því sem henni er sjálfri eða einstaklingum fyrir bestu,“ sagði Þorsteinn sem velti því fyrir sér hvers vegna sömu rökum væri ekki beitt í tengslum við stórskaðlegar neysluvörur á borð við sykraðar matvörur og tóbak. Ari Trausti svaraði Þorsteini um hæl. „Við sem erum hérna 63 þingmennirnir, við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum,“ sagði Ari Trausti sem gefur lítið fyrir slík rök. Hann sagði þá jafnframt að samfélagskostnaðurinn og óhamingjan sem fylgi alkóhóli sé hundraðfalt alvarlegri en það sem stafar af sykurneyslu og tóbaksreykingum. Það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þorsteinn sagði hér væri aftur á ferðinni „hin dæmigerða forræðishyggja að treysta ekki fólki til þess að hafa vit fyrir sjálfu sér.“Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.vísir/hannaOkkar allra veikasta fólk í húfi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði ástæðuna fyrir því að hann væri í hópi flutningsmanna vera heildaráhrif frumvarpsins. Hann sagði að í húfi væri okkar allra veikasta fólk og þess vegna yrði að auka framlög í lýðheilsusjóð til að koma fólki sem glími við áfengissjúkdóm til aðstoðar. „Þetta er skattur á það fólk og það fólk þarf einmitt meira fjármagn fyrir meðferðarúrræði. Við þurfum meira fjármagn í forvarnir.“ Ari Trausti sagði það skjóta skökku við að verið væri að tala um forræðishyggju í mál þar sem kannanir sýndu að almenningur vilji halda fyrirkomulaginu í óbreyttri mynd. „Allar kannanir, sem tengjast þessu tiltekna frumvarpi, sýna að andstaðan við það hún bara eykst. Og hvar er fagfólkið, af hverju eigum við ekki allt í einu að hlusta á það. Að kalla þetta forræðishyggju, ég kalla þetta samfélagsábyrgð. Svo getum við bara verið með þessi gildishlöðnu orð og skipst á þeim hérna. Þá er ég bara forræðishyggjumaður en ég er líka samfélagsábyrgðarmaður. Um forvarnir, ég er alveg sammála um það, við eigum auðvitað að efla þær og það að ríkið skattleggi þessa vöru það held ég sé bara einfaldlega andsvar við vandamálunum sem tengjast þessari vöru. Þessi skattlagning leggst auðvitað illa á þá sem eru háðir áfengi en það er ekki hægt að hafa áfengi á útsölu fyrir það fólk.“ Jón Þór sagðist þá vera bjartsýnn á að hægt væri að fá þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja að setja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og forvarnir í skiptum fyrir smá viðskiptafrelsi. „Ég held það sé alveg gerlegt.“
Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44 Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44
Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15