Áfengisfrumvarpið í brennidepli: "Við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:00 Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna. fréttablaðið/ernir Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Þingmenn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði aflagt og smásala með áfengi verið gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða þessari breytingu vilja flutningsmenn leggja áherslu á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram því þrisvar sinnum áður hafa verið lögð fram sambærileg frumvörp. Eins og áður takast á lýðheilsusjónarmið og viðskiptafrelsissjónarmið. Eftir að Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið við rökstyðja þá skoðun sína að fyrirkomulagið ætti að vera í óbreytti mynd af lýðheilsusjónarmiðum steig Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðustól Alþingis og sagðist óttast stjórnmálamenn sem alhylltust forræðishyggju.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelm„Hin dæmigerða forræðishyggja“ á ferðinni „Ég verð að játa það að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit fyrir því sem henni er sjálfri eða einstaklingum fyrir bestu,“ sagði Þorsteinn sem velti því fyrir sér hvers vegna sömu rökum væri ekki beitt í tengslum við stórskaðlegar neysluvörur á borð við sykraðar matvörur og tóbak. Ari Trausti svaraði Þorsteini um hæl. „Við sem erum hérna 63 þingmennirnir, við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum,“ sagði Ari Trausti sem gefur lítið fyrir slík rök. Hann sagði þá jafnframt að samfélagskostnaðurinn og óhamingjan sem fylgi alkóhóli sé hundraðfalt alvarlegri en það sem stafar af sykurneyslu og tóbaksreykingum. Það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þorsteinn sagði hér væri aftur á ferðinni „hin dæmigerða forræðishyggja að treysta ekki fólki til þess að hafa vit fyrir sjálfu sér.“Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.vísir/hannaOkkar allra veikasta fólk í húfi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði ástæðuna fyrir því að hann væri í hópi flutningsmanna vera heildaráhrif frumvarpsins. Hann sagði að í húfi væri okkar allra veikasta fólk og þess vegna yrði að auka framlög í lýðheilsusjóð til að koma fólki sem glími við áfengissjúkdóm til aðstoðar. „Þetta er skattur á það fólk og það fólk þarf einmitt meira fjármagn fyrir meðferðarúrræði. Við þurfum meira fjármagn í forvarnir.“ Ari Trausti sagði það skjóta skökku við að verið væri að tala um forræðishyggju í mál þar sem kannanir sýndu að almenningur vilji halda fyrirkomulaginu í óbreyttri mynd. „Allar kannanir, sem tengjast þessu tiltekna frumvarpi, sýna að andstaðan við það hún bara eykst. Og hvar er fagfólkið, af hverju eigum við ekki allt í einu að hlusta á það. Að kalla þetta forræðishyggju, ég kalla þetta samfélagsábyrgð. Svo getum við bara verið með þessi gildishlöðnu orð og skipst á þeim hérna. Þá er ég bara forræðishyggjumaður en ég er líka samfélagsábyrgðarmaður. Um forvarnir, ég er alveg sammála um það, við eigum auðvitað að efla þær og það að ríkið skattleggi þessa vöru það held ég sé bara einfaldlega andsvar við vandamálunum sem tengjast þessari vöru. Þessi skattlagning leggst auðvitað illa á þá sem eru háðir áfengi en það er ekki hægt að hafa áfengi á útsölu fyrir það fólk.“ Jón Þór sagðist þá vera bjartsýnn á að hægt væri að fá þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja að setja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og forvarnir í skiptum fyrir smá viðskiptafrelsi. „Ég held það sé alveg gerlegt.“ Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44 Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Þingmenn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði aflagt og smásala með áfengi verið gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða þessari breytingu vilja flutningsmenn leggja áherslu á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem frumvarpið er lagt fram því þrisvar sinnum áður hafa verið lögð fram sambærileg frumvörp. Eins og áður takast á lýðheilsusjónarmið og viðskiptafrelsissjónarmið. Eftir að Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hafði lokið við rökstyðja þá skoðun sína að fyrirkomulagið ætti að vera í óbreytti mynd af lýðheilsusjónarmiðum steig Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðustól Alþingis og sagðist óttast stjórnmálamenn sem alhylltust forræðishyggju.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelm„Hin dæmigerða forræðishyggja“ á ferðinni „Ég verð að játa það að ég óttast alltaf stjórnmálamenn sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum og treysta ekki þjóðinni til að hafa vit fyrir því sem henni er sjálfri eða einstaklingum fyrir bestu,“ sagði Þorsteinn sem velti því fyrir sér hvers vegna sömu rökum væri ekki beitt í tengslum við stórskaðlegar neysluvörur á borð við sykraðar matvörur og tóbak. Ari Trausti svaraði Þorsteini um hæl. „Við sem erum hérna 63 þingmennirnir, við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum,“ sagði Ari Trausti sem gefur lítið fyrir slík rök. Hann sagði þá jafnframt að samfélagskostnaðurinn og óhamingjan sem fylgi alkóhóli sé hundraðfalt alvarlegri en það sem stafar af sykurneyslu og tóbaksreykingum. Það sé ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þorsteinn sagði hér væri aftur á ferðinni „hin dæmigerða forræðishyggja að treysta ekki fólki til þess að hafa vit fyrir sjálfu sér.“Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.vísir/hannaOkkar allra veikasta fólk í húfi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði ástæðuna fyrir því að hann væri í hópi flutningsmanna vera heildaráhrif frumvarpsins. Hann sagði að í húfi væri okkar allra veikasta fólk og þess vegna yrði að auka framlög í lýðheilsusjóð til að koma fólki sem glími við áfengissjúkdóm til aðstoðar. „Þetta er skattur á það fólk og það fólk þarf einmitt meira fjármagn fyrir meðferðarúrræði. Við þurfum meira fjármagn í forvarnir.“ Ari Trausti sagði það skjóta skökku við að verið væri að tala um forræðishyggju í mál þar sem kannanir sýndu að almenningur vilji halda fyrirkomulaginu í óbreyttri mynd. „Allar kannanir, sem tengjast þessu tiltekna frumvarpi, sýna að andstaðan við það hún bara eykst. Og hvar er fagfólkið, af hverju eigum við ekki allt í einu að hlusta á það. Að kalla þetta forræðishyggju, ég kalla þetta samfélagsábyrgð. Svo getum við bara verið með þessi gildishlöðnu orð og skipst á þeim hérna. Þá er ég bara forræðishyggjumaður en ég er líka samfélagsábyrgðarmaður. Um forvarnir, ég er alveg sammála um það, við eigum auðvitað að efla þær og það að ríkið skattleggi þessa vöru það held ég sé bara einfaldlega andsvar við vandamálunum sem tengjast þessari vöru. Þessi skattlagning leggst auðvitað illa á þá sem eru háðir áfengi en það er ekki hægt að hafa áfengi á útsölu fyrir það fólk.“ Jón Þór sagðist þá vera bjartsýnn á að hægt væri að fá þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja að setja aukið fjármagn í meðferðarúrræði og forvarnir í skiptum fyrir smá viðskiptafrelsi. „Ég held það sé alveg gerlegt.“
Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44 Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Starfsmannafélag ÁTVR segir áfengisfrumvarpið ítrekað hafa „skapað óöryggi og valdið streitu“ Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. 20. mars 2017 09:44
Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. 1. mars 2019 16:15