Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 12:15 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37