Blaðamenn fara í verkfall á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 21:34 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira