Segir Miðflokkinn ekki stefna lengra til hægri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 18:47 Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira