Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:39 Ríkisþing Georgíu í Atlanta þar sem repúblikanar fara með öll völd. Vísir/Getty Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum. Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Sjá meira
Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum.
Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Sjá meira
Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41