„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 21:00 Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum. Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira