Ætlaði að hætta í tónlist þegar hún gaf út vinsælasta lagið sitt Sylvía Hall skrifar 25. júlí 2019 13:27 Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu. Vísir/Getty Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019 Hollywood Tónlist Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019
Hollywood Tónlist Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira