Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 20:30 Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira