Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, mælir fyrir málinu á Alþingi á næstu dögum. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
„Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira