Þurfti tvo dóma til að fá skilnað eftir áreitni og hótanir Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 11:22 Dómurinn féll í Landsrétti í gær. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem veitti konu lögskilnað frá eiginmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, kynferðislega áreitni, hótanir og ærumeiðingar. Maðurinn áfrýjaði dómnum í héraði. Forsaga málsins er sú að hjónin slitu samvistum árið 2016 eftir að konan hafði kallað lögreglu til vegna áreitis og hótana mannsins í garð hennar og barns sem bjó hjá þeim. Konan hélt því fram að maðurinn hefði beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi árum saman. Manninum var vísað af heimilinu með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og látinn sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Nálgunarbannið var framlengt í fjórgang, í síðasta skiptið í sex mánuði. Maðurinn sat einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Konan krafðist lögskilnaðar í apríl árið 2016 en maðurinn sinnti ekki boðum sýslumanns í viðtöl. Kröfunni var þess vegna vísað frá í ágúst það ár. Í október var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Héraðsdómur taldi brot mannsins alvarleg og mörg. Í kjölfarið krafðist konan lögkskilnaðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar 2017. Henni var veittur skilnaður með dómi í maí í fyrra. Honum vildi maðurinn ekki una og áfrýjaði til Landsréttar sem staðfesti upphaflega dóminn í gær. Maðurinn þarf að greiða 460.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Konan fékk gjafsókn í málinu. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem veitti konu lögskilnað frá eiginmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, kynferðislega áreitni, hótanir og ærumeiðingar. Maðurinn áfrýjaði dómnum í héraði. Forsaga málsins er sú að hjónin slitu samvistum árið 2016 eftir að konan hafði kallað lögreglu til vegna áreitis og hótana mannsins í garð hennar og barns sem bjó hjá þeim. Konan hélt því fram að maðurinn hefði beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi árum saman. Manninum var vísað af heimilinu með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og látinn sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Nálgunarbannið var framlengt í fjórgang, í síðasta skiptið í sex mánuði. Maðurinn sat einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Konan krafðist lögskilnaðar í apríl árið 2016 en maðurinn sinnti ekki boðum sýslumanns í viðtöl. Kröfunni var þess vegna vísað frá í ágúst það ár. Í október var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Héraðsdómur taldi brot mannsins alvarleg og mörg. Í kjölfarið krafðist konan lögkskilnaðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar 2017. Henni var veittur skilnaður með dómi í maí í fyrra. Honum vildi maðurinn ekki una og áfrýjaði til Landsréttar sem staðfesti upphaflega dóminn í gær. Maðurinn þarf að greiða 460.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Konan fékk gjafsókn í málinu.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira