Segir viðbrögð ráðherra vegna flóttabarna af hinu góða en þau dugi skammt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 13:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda