Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 14:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira