Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 14:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira