Jarðskjálfti upp á 3,4 stig reið yfir rétt eftir klukkan sex í morgun í grennd við Grindavík, eða um þremur kílómetrum norðaustan við bæinn.
Í kjölfarið hafa komið nokkrir nokkrir minni skjálftar sem allir voru undir 1,9 stigum.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að tilkynningar hafi borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð en enginn órói sést á mælum. Þá er tekið fram að jarðskjálftar séu algengir á þessu svæði.

