Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Andri Eysteinsson skrifar 11. september 2019 19:55 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira