Fölsuð málverk Stórvals næstum boðin upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 19:37 Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, er þekktastur fyrir málverk sín af Herðubreið. Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar. Myndlist Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar.
Myndlist Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira