Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 16:23 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30