Fá milljónagreiðslur fyrir hátíð sem fór í vaskinn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2019 11:53 Söngkonan Miley Cyrus átti að koma fram á Woodstock 50. Vísir/Getty Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína. Bandaríkin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“