Fá milljónagreiðslur fyrir hátíð sem fór í vaskinn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2019 11:53 Söngkonan Miley Cyrus átti að koma fram á Woodstock 50. Vísir/Getty Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína. Bandaríkin Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína.
Bandaríkin Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira