Björn Ingi reisti eigið bænahús við Akrafjall Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2019 07:15 Bænahúsið á Másstöðum undir Akrafjalli er fullgert og tilbúið til vígslu. Björn Ingi Hrafnsson hefur reist bænahús á jörð fjölskyldunnar í Hvalfirði undir Akrafjalli. Í framtíðinni hyggst Björn Ingi búa á jörðinni. Er alinn upp á trúuðu heimili og segir eigið bænahús hafa lengi verið draum móður sinnar. „Ég kem frá mjög trúuðu heimili, þar sem bænir og andans mál hafa alltaf verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem nýlega reisti lítið bænahús. „Ég hef reynt að tileinka mér mátt bænarinnar sjálfur á fullorðinsárum og sífellt meira.“ Bænahúsið stendur á jörðinni Másstöðum undir Akrafjalli sem Björn Ingi og foreldrar hans hafa byggt upp á undanförnum árum. Hann segir að staðurinn sé orðinn mikill griðastaður fjölskyldunnar. „Þarna ætla ég að búa í framtíðinni, enda er einstakt að geta verið í jafn miklu návígi við náttúruna í algjörum friði frá þéttbýlinu, en samt aðeins spölkorn frá bæði Akranesi og sjálfri höfuðborginni.“ Björn Ingi segir húsið „athvarf þar sem hægt er að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér og öðrum, hugleiða og biðja og rækta andann“. Hugmyndin að bænahúsinu kom frá móður Björns Inga. Hún hafði lengi átt þennan draum og ungur ákvað hann að láta drauminn rætast. Fyrir nokkrum árum sá hann auglýsingu um nýtt smáhýsi á Bland en það var smíðað í hesthúsahverfinu í Kópavogi. Hann keypti hýsið en fyrst núna gafst tækifæri til að koma því fyrir og innrétta í samræmi við erindið. Björn Ingi segir yndislegt að taka þátt í þessu með foreldrum sínum og finna viðbrögðin frá fólki sem fylgst hefur með uppbyggingunni á samfélagsmiðlum. „Við vitum af mörgum fleirum sem ætla að gera slíkt hið sama og eiga sitt eigið bænahús, hvort sem er í sveitinni eða við sumarbústaði,“ segir hann. Nú þegar bænahúsið er fullgert stendur til að vígja það með formlegum hætti og mun prestur mæta til verksins á næstu dögum. „Mér finnst mikilvægt að tala opinskátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar,“ segir Björn Ingi. „Það hefur kannski ekki verið mikið í tísku til skamms tíma, en ég held að það sé svolítið að breytast aftur. Áherslan á núvitund, íhugun og margvíslega hugleiðslu er auðvitað eitthvað sem bænin smellpassar inn í og við erum öll í amstri hversdagsins að leita að einhverjum innri friði og ró.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Trúmál Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Fjölmiðlamaðurinn kallar eftir auknu sjálfstrausti innan kirkjunnar og hins þögla meirihluta. 18. október 2018 23:51 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson hefur reist bænahús á jörð fjölskyldunnar í Hvalfirði undir Akrafjalli. Í framtíðinni hyggst Björn Ingi búa á jörðinni. Er alinn upp á trúuðu heimili og segir eigið bænahús hafa lengi verið draum móður sinnar. „Ég kem frá mjög trúuðu heimili, þar sem bænir og andans mál hafa alltaf verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem nýlega reisti lítið bænahús. „Ég hef reynt að tileinka mér mátt bænarinnar sjálfur á fullorðinsárum og sífellt meira.“ Bænahúsið stendur á jörðinni Másstöðum undir Akrafjalli sem Björn Ingi og foreldrar hans hafa byggt upp á undanförnum árum. Hann segir að staðurinn sé orðinn mikill griðastaður fjölskyldunnar. „Þarna ætla ég að búa í framtíðinni, enda er einstakt að geta verið í jafn miklu návígi við náttúruna í algjörum friði frá þéttbýlinu, en samt aðeins spölkorn frá bæði Akranesi og sjálfri höfuðborginni.“ Björn Ingi segir húsið „athvarf þar sem hægt er að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér og öðrum, hugleiða og biðja og rækta andann“. Hugmyndin að bænahúsinu kom frá móður Björns Inga. Hún hafði lengi átt þennan draum og ungur ákvað hann að láta drauminn rætast. Fyrir nokkrum árum sá hann auglýsingu um nýtt smáhýsi á Bland en það var smíðað í hesthúsahverfinu í Kópavogi. Hann keypti hýsið en fyrst núna gafst tækifæri til að koma því fyrir og innrétta í samræmi við erindið. Björn Ingi segir yndislegt að taka þátt í þessu með foreldrum sínum og finna viðbrögðin frá fólki sem fylgst hefur með uppbyggingunni á samfélagsmiðlum. „Við vitum af mörgum fleirum sem ætla að gera slíkt hið sama og eiga sitt eigið bænahús, hvort sem er í sveitinni eða við sumarbústaði,“ segir hann. Nú þegar bænahúsið er fullgert stendur til að vígja það með formlegum hætti og mun prestur mæta til verksins á næstu dögum. „Mér finnst mikilvægt að tala opinskátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar,“ segir Björn Ingi. „Það hefur kannski ekki verið mikið í tísku til skamms tíma, en ég held að það sé svolítið að breytast aftur. Áherslan á núvitund, íhugun og margvíslega hugleiðslu er auðvitað eitthvað sem bænin smellpassar inn í og við erum öll í amstri hversdagsins að leita að einhverjum innri friði og ró.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Trúmál Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Fjölmiðlamaðurinn kallar eftir auknu sjálfstrausti innan kirkjunnar og hins þögla meirihluta. 18. október 2018 23:51 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Fjölmiðlamaðurinn kallar eftir auknu sjálfstrausti innan kirkjunnar og hins þögla meirihluta. 18. október 2018 23:51