Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi segir um brjálaðan hefndarleiðangur að ræða. Vísir/Valli „Þetta er bara brjálaður hefndarleiðangur,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um kæru til héraðssaksóknara á hendur honum og Arnari Ægissyni. Það er nýkjörin stjórn Pressunnar ehf. sem hefur kært fyrrverandi stjórnarformann og framkvæmdastjóra Pressunnar fyrir fjárdrátt og margvísleg skattalaga- og bókhaldsbrot. „Þeir ætluðu að setja þetta í þrot en hirða titlana og láta allt falla á ríkið en við sýndum þeim þá óvirðingu að selja til að borga skuldirnar. Ég fékk ekkert út úr því sjálfur, þetta var bara eina leiðin til að borga skuldirnar,“ segir Björn Ingi, inntur eftir því fyrir hvað menn séu að hefna sín. Hann segir þá munu svara þessum ásökunum enda hafi ný stjórn haft í frammi mjög alvarlegar ásakanir án þess að afla sér upplýsinga fyrst. Í kærunni er farið fram á að héraðssaksóknari og eftir atvikum skattrannsóknarstjóri rannsaki efnisatriði kærunnar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að kæra hafi borist embættinu nýverið vegna Pressunnar ehf. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi hvorki staðfesta að málefni Pressunnar væru til rannsóknar hjá embættinu né tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga Hrafnssonar, segir málið vera fjölmiðlasýningu. „Hann er ekki til í að upplýsa okkur um í hverju sakargiftir eiga að felast, hvorki mig né mína umbjóðendur; við erum margsinnis búnir að bjóða þeim upp á að funda með honum til að útskýra ef það er eitthvað sem stendur út af,“ segir Sveinn Andri um Ómar R. Valdimarsson, nýjan stjórnarformann Pressunnar ehf. og bætir við: „Hann veit sem er, að það verður ekkert úr þessu máli, þetta er bara fjölmiðlasýning.“ Sveinn Andri segir að skynsamlegra hefði verið að afla upplýsinga um kæruefnin áður en kæran var lögð fram. „Þau kæruatriði sem umbjóðendur mínir hafa heyrt út undan sér að athugasemdir séu gerðar við, eiga sér öll eðlilegar skýringar. Björn Ingi hefur lánað félaginu mikla fjármuni auk þess að vera í ábyrgðum fyrir það. Það hefur alltaf legið fyrir að fyrir ábyrgðir sínar fengi hann þóknun og það hefur alltaf verið uppi á borðum að hann fengi greitt í formi auglýsingainneigna. Sem er akkúrat með sama hætti og kærendur hafa fengið greiðslur.“ Helstu atriði kærunnarÍ kærunni er byggt á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld. Þá hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning þáverandi stjórnarformanns, Björns Inga Hrafnssonar, frá 2014. Í rökstuðningi segir að vegna bókhaldsóreiðu hafi núverandi stjórn reynst ókleift að glöggva sig á ástæðum millifærslnanna. Þá sé einnig rökstuddur grunur um að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins til að greiða fyrir húsið Kirkjustétt 28 í Reykjavík. Af kaupsamningi má sjá að hluti greiðslu fyrir er í formi auglýsingainneignar. Seljandi er Guðmundur Gauti Reynisson, eigandi Húsgagnahallarinnar, Betra baks og Dorma. Yfirlýsing um auglýsingainneignina fylgir kaupsamningnum, undirrituð af Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Vefpressunnar. Kaupsamningurinn var undirritaður 17. ágúst 2016 og kaupverðið var 97 milljónir.Uppfært klukkan 10:00 með yfirlýsingu frá Sveini Andra f.h. Björns Inga, sjá að neðan. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
„Þetta er bara brjálaður hefndarleiðangur,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um kæru til héraðssaksóknara á hendur honum og Arnari Ægissyni. Það er nýkjörin stjórn Pressunnar ehf. sem hefur kært fyrrverandi stjórnarformann og framkvæmdastjóra Pressunnar fyrir fjárdrátt og margvísleg skattalaga- og bókhaldsbrot. „Þeir ætluðu að setja þetta í þrot en hirða titlana og láta allt falla á ríkið en við sýndum þeim þá óvirðingu að selja til að borga skuldirnar. Ég fékk ekkert út úr því sjálfur, þetta var bara eina leiðin til að borga skuldirnar,“ segir Björn Ingi, inntur eftir því fyrir hvað menn séu að hefna sín. Hann segir þá munu svara þessum ásökunum enda hafi ný stjórn haft í frammi mjög alvarlegar ásakanir án þess að afla sér upplýsinga fyrst. Í kærunni er farið fram á að héraðssaksóknari og eftir atvikum skattrannsóknarstjóri rannsaki efnisatriði kærunnar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að kæra hafi borist embættinu nýverið vegna Pressunnar ehf. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi hvorki staðfesta að málefni Pressunnar væru til rannsóknar hjá embættinu né tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga Hrafnssonar, segir málið vera fjölmiðlasýningu. „Hann er ekki til í að upplýsa okkur um í hverju sakargiftir eiga að felast, hvorki mig né mína umbjóðendur; við erum margsinnis búnir að bjóða þeim upp á að funda með honum til að útskýra ef það er eitthvað sem stendur út af,“ segir Sveinn Andri um Ómar R. Valdimarsson, nýjan stjórnarformann Pressunnar ehf. og bætir við: „Hann veit sem er, að það verður ekkert úr þessu máli, þetta er bara fjölmiðlasýning.“ Sveinn Andri segir að skynsamlegra hefði verið að afla upplýsinga um kæruefnin áður en kæran var lögð fram. „Þau kæruatriði sem umbjóðendur mínir hafa heyrt út undan sér að athugasemdir séu gerðar við, eiga sér öll eðlilegar skýringar. Björn Ingi hefur lánað félaginu mikla fjármuni auk þess að vera í ábyrgðum fyrir það. Það hefur alltaf legið fyrir að fyrir ábyrgðir sínar fengi hann þóknun og það hefur alltaf verið uppi á borðum að hann fengi greitt í formi auglýsingainneigna. Sem er akkúrat með sama hætti og kærendur hafa fengið greiðslur.“ Helstu atriði kærunnarÍ kærunni er byggt á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld. Þá hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning þáverandi stjórnarformanns, Björns Inga Hrafnssonar, frá 2014. Í rökstuðningi segir að vegna bókhaldsóreiðu hafi núverandi stjórn reynst ókleift að glöggva sig á ástæðum millifærslnanna. Þá sé einnig rökstuddur grunur um að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins til að greiða fyrir húsið Kirkjustétt 28 í Reykjavík. Af kaupsamningi má sjá að hluti greiðslu fyrir er í formi auglýsingainneignar. Seljandi er Guðmundur Gauti Reynisson, eigandi Húsgagnahallarinnar, Betra baks og Dorma. Yfirlýsing um auglýsingainneignina fylgir kaupsamningnum, undirrituð af Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Vefpressunnar. Kaupsamningurinn var undirritaður 17. ágúst 2016 og kaupverðið var 97 milljónir.Uppfært klukkan 10:00 með yfirlýsingu frá Sveini Andra f.h. Björns Inga, sjá að neðan.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04