Í færslu á Instagram segir Manuela Ósk, einn skipuleggjenda Miss Universe hér á landi, að hún sé bæði þakklát og stolt. Hún hefur séð um undirbúning Sunnevu í aðdraganda keppninnar.
„Takk allir sem trúðu á okkur, hjálpuðu okkur, störfuðu með okkur og slógust með í þessa för á einhvern hátt. Ég tel mig heppna að hafa svona mikla ástríðu fyrir einhverju sem er svona gefandi,“ skrifar Manuela.
Hún segir Sunnevu vera stjörnu og þakkar henni fyrir að fá að vera hluti af fyrsta skrefi hennar í átt að „heimsyfirráðum“.
A post shared by QUEEN BEAUTY UNIVERSE (@queenbeautyuniverseofficial) on Jul 28, 2019 at 9:47pm PDTView this post on Instagram