Dugar ekki lengur að geyma hjólin í geymslu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 19:30 Nú dugar ekki lengur að læsa hjólin í geymslu á höfuðborgarsvæðinu vegna bíræfna þjófa sem hafa látið greipar sópa. Lögreglan segir að skoða þurfi hvort verið sé að senda hjólin úr landi. Hjólaþjófnaður hefur aukist það sem af er ári og stendur lögregla og almenningur í ströngu við að endurheimta þessa gripi. „Já, það virðist hækka um 50 til 100 má á ári,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2017 var lögreglu tilkynnt um 269 reiðhjólaþjófnaði, á sama tímabili árið 2018 voru tilkynningarnar 301 en 383 það sem af er þessu ári.Þjófarnir eru hvað iðnastir í miðborginni, Vesturbænum, Hlíðunum og Laugardal. Minna hefur borið á þjófnaði í öðrum hverfum og bæjum.Guðmundur segir miðborgina miðpunktinn í öllum tegundum afbrota sem skýri vafalaust þessar tölur. Aukninguna á liðnum árum mega mögulega rekja til aukinnar reiðhjólaeignar sem fylgi góðu efnahagsástandi. „Það er mismunandi umhirða. Sumir ganga vel frá hjólunum sínum en aðrir ekki. Þannig að það er allur bragur á þessu,“ segir Guðmundur.Gekk inn á hjólasafnara Lögreglan reyni sitt besta við rannsókn slíkra mála og vísbendingum fylgt eftir ef þær eru fyrir hendi.Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill„Til dæmis í síðustu viku þá kannaði ég tvo staði þar sem er töluvert mikið af reiðhjólum. Og búið að tilkynna okkur um þá staði. Það reyndust bara vera safnarar sem safna gömlum hjólum og kaupa þau, jafnvel af Sorpu. Engin stolin hjól þar,“ segir Guðmundur.Þarfnast skoðunar með tollayfirvöldum Hann segir orðróm um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við þjófnaðinn en ekkert liggi fyrir. „Við höfum ekki séð að það sé verið að flytja þetta úr landi en sannarlega gæti það verið og þarf í raun og veru að skoðast betur í samvinnu við tollayfirvöld. Og það er verið að selja stolin hjól á hinum ýmsu samskiptamiðlum, það er engin spurning.“ „Svo virðist vera að nokkrir aðilar beri ábyrgð á þessum þjófnaði en Guðmundur segir ekki einu sinni duga lengur að hafa hjól í geymslu. „Þá er bara ein leið eftir, það er hreinlega að fara með hjólið inn í íbúðina sína og geyma það þar.“Bíræfnir þjófar Þessa alda hefur valdið því að margir eru varir um sig og er lögreglustjórinn sjálfur ekki óhultur því hjóli eiginmanns hennar var stolið í Vesturbænum. Má sjá færslur á samfélagsmiðlum þar sem varað er við grunsamlegum mannaferðum. Atkvæðamestur á því sviði er Bjartmar Leósson sem hefur fundið fjölda hjóla í eftirlitsferðum. Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara að leita að stolnum hjólum segist Bjartmar hafa tekið eftir nokkuð sérkennilegu atviki í miðbænum.Bjartmar Leósson.Vísir/Egill„Ég tók bara eftir þremur hjólum í Háspennu við Hlemm. Þau stóðu inni í anddyri, voru með einhverja hræódýra lása á sér. Mér fannst það ekki stemma. Ég athugaði málið nánar og í ljós kom að allt var stolið. Upp frá því fór ég að hugsa hvað ég hafði séð marga segja frá því að hjólunum þeirra hefði verið stolið og ég ákvað því að hjóla í þetta,“ segir Bjartmar.Hefur komið fjölda hjóla í réttar hendur Hann segist sjálfur hafa komið um 15 til 20 hjólum í hendur eigenda. „Gróflega reiknað er samanlagt verðmæti þessara hjóla eitthvað í kringum eina og hálfa milljón króna,“ segir Bjartmar. Hann segist stundum fara í skipulagðar eftirlitsferðir en hann komist hreinlega ekki hjá því að sjá óeðlilegt atferli þegar hann er ekki einu sinni að leita. „Eins og á mánudag, þá ætlaði ég í smá göngutúr með tónlist til að hreinsa hugann. Um leið og ég labba út sé ég einn sem ég kannast við og fer að taka myndir af honum. Þetta er úti um allt. Það liggur við að ég segi að ég syndi í þessu þegar ég fer út í Bónus. Þetta eru ákveðin andlit sem ég kannast við og veit hverjir eru. Menn á erfiðum stað í lífinu á nýjum og flottum hjólum sem kemur í ljós að eru stolin,“ segir Bjartmar.Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍSNoti örugga lása Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í einstaklingsforvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands, segir VÍS leggja áherslu á við sína viðskiptavini að læsa hjólunum með öflugum lásum. Á lásum er oft á tíðum gefið upp öryggisstig þeirra frá einum og upp í tíu. Sigrún segir þjófa í borginni búna góðum klippum og því dugi ekki veikbyggðir lásar. Hún ráðleggur einnig fólki að læsa hjólunum jafnvel þó þau séu geymd inni í hjólageymslum. Þá þurfi að huga að því að læsa hjólastellinu sjálfu, ekki bara dekkjunum því í dag sé auðvelt að smella dekkjum af hjólum. Þá þurfi einnig að hafa gætur á því að læsa hjólinu við örugga hluti sem ekki er hægt að losa auðveldlega. Hjá VÍS er hægt að fá hjól sem stolið er bætt í gegnum Fplús en til að fá það bætt þarf að fylgja með nóta fyrir hjólinu eða einhverskonar samskipti um kaupin ef það var keypt notað. Einnig er gerð krafa um lögregluskýrslu og að hjólið hafi verið læst. Hjá VÍS hafa borist 72 tilkynningar um stolin hjól það sem af er á en hjá Tryggingamiðstöðinni eru þær 62. Hjólreiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. 16. september 2019 10:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Nú dugar ekki lengur að læsa hjólin í geymslu á höfuðborgarsvæðinu vegna bíræfna þjófa sem hafa látið greipar sópa. Lögreglan segir að skoða þurfi hvort verið sé að senda hjólin úr landi. Hjólaþjófnaður hefur aukist það sem af er ári og stendur lögregla og almenningur í ströngu við að endurheimta þessa gripi. „Já, það virðist hækka um 50 til 100 má á ári,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2017 var lögreglu tilkynnt um 269 reiðhjólaþjófnaði, á sama tímabili árið 2018 voru tilkynningarnar 301 en 383 það sem af er þessu ári.Þjófarnir eru hvað iðnastir í miðborginni, Vesturbænum, Hlíðunum og Laugardal. Minna hefur borið á þjófnaði í öðrum hverfum og bæjum.Guðmundur segir miðborgina miðpunktinn í öllum tegundum afbrota sem skýri vafalaust þessar tölur. Aukninguna á liðnum árum mega mögulega rekja til aukinnar reiðhjólaeignar sem fylgi góðu efnahagsástandi. „Það er mismunandi umhirða. Sumir ganga vel frá hjólunum sínum en aðrir ekki. Þannig að það er allur bragur á þessu,“ segir Guðmundur.Gekk inn á hjólasafnara Lögreglan reyni sitt besta við rannsókn slíkra mála og vísbendingum fylgt eftir ef þær eru fyrir hendi.Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill„Til dæmis í síðustu viku þá kannaði ég tvo staði þar sem er töluvert mikið af reiðhjólum. Og búið að tilkynna okkur um þá staði. Það reyndust bara vera safnarar sem safna gömlum hjólum og kaupa þau, jafnvel af Sorpu. Engin stolin hjól þar,“ segir Guðmundur.Þarfnast skoðunar með tollayfirvöldum Hann segir orðróm um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við þjófnaðinn en ekkert liggi fyrir. „Við höfum ekki séð að það sé verið að flytja þetta úr landi en sannarlega gæti það verið og þarf í raun og veru að skoðast betur í samvinnu við tollayfirvöld. Og það er verið að selja stolin hjól á hinum ýmsu samskiptamiðlum, það er engin spurning.“ „Svo virðist vera að nokkrir aðilar beri ábyrgð á þessum þjófnaði en Guðmundur segir ekki einu sinni duga lengur að hafa hjól í geymslu. „Þá er bara ein leið eftir, það er hreinlega að fara með hjólið inn í íbúðina sína og geyma það þar.“Bíræfnir þjófar Þessa alda hefur valdið því að margir eru varir um sig og er lögreglustjórinn sjálfur ekki óhultur því hjóli eiginmanns hennar var stolið í Vesturbænum. Má sjá færslur á samfélagsmiðlum þar sem varað er við grunsamlegum mannaferðum. Atkvæðamestur á því sviði er Bjartmar Leósson sem hefur fundið fjölda hjóla í eftirlitsferðum. Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara að leita að stolnum hjólum segist Bjartmar hafa tekið eftir nokkuð sérkennilegu atviki í miðbænum.Bjartmar Leósson.Vísir/Egill„Ég tók bara eftir þremur hjólum í Háspennu við Hlemm. Þau stóðu inni í anddyri, voru með einhverja hræódýra lása á sér. Mér fannst það ekki stemma. Ég athugaði málið nánar og í ljós kom að allt var stolið. Upp frá því fór ég að hugsa hvað ég hafði séð marga segja frá því að hjólunum þeirra hefði verið stolið og ég ákvað því að hjóla í þetta,“ segir Bjartmar.Hefur komið fjölda hjóla í réttar hendur Hann segist sjálfur hafa komið um 15 til 20 hjólum í hendur eigenda. „Gróflega reiknað er samanlagt verðmæti þessara hjóla eitthvað í kringum eina og hálfa milljón króna,“ segir Bjartmar. Hann segist stundum fara í skipulagðar eftirlitsferðir en hann komist hreinlega ekki hjá því að sjá óeðlilegt atferli þegar hann er ekki einu sinni að leita. „Eins og á mánudag, þá ætlaði ég í smá göngutúr með tónlist til að hreinsa hugann. Um leið og ég labba út sé ég einn sem ég kannast við og fer að taka myndir af honum. Þetta er úti um allt. Það liggur við að ég segi að ég syndi í þessu þegar ég fer út í Bónus. Þetta eru ákveðin andlit sem ég kannast við og veit hverjir eru. Menn á erfiðum stað í lífinu á nýjum og flottum hjólum sem kemur í ljós að eru stolin,“ segir Bjartmar.Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍSNoti örugga lása Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í einstaklingsforvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands, segir VÍS leggja áherslu á við sína viðskiptavini að læsa hjólunum með öflugum lásum. Á lásum er oft á tíðum gefið upp öryggisstig þeirra frá einum og upp í tíu. Sigrún segir þjófa í borginni búna góðum klippum og því dugi ekki veikbyggðir lásar. Hún ráðleggur einnig fólki að læsa hjólunum jafnvel þó þau séu geymd inni í hjólageymslum. Þá þurfi að huga að því að læsa hjólastellinu sjálfu, ekki bara dekkjunum því í dag sé auðvelt að smella dekkjum af hjólum. Þá þurfi einnig að hafa gætur á því að læsa hjólinu við örugga hluti sem ekki er hægt að losa auðveldlega. Hjá VÍS er hægt að fá hjól sem stolið er bætt í gegnum Fplús en til að fá það bætt þarf að fylgja með nóta fyrir hjólinu eða einhverskonar samskipti um kaupin ef það var keypt notað. Einnig er gerð krafa um lögregluskýrslu og að hjólið hafi verið læst. Hjá VÍS hafa borist 72 tilkynningar um stolin hjól það sem af er á en hjá Tryggingamiðstöðinni eru þær 62.
Hjólreiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. 16. september 2019 10:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. 16. september 2019 10:30