Amoji gefur út nýtt lag frá Los Angeles Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 19:01 Magnús hefur gefið út lagið You I We undir nafninu Amoji Mynd/Aðsend Magnús Gunnarsson, íslenskur tónlistarmaður sem búsettur er í Los Angeles, hefur gefið út nýtt lag undir listamannsnafninu Amoji. Lagið heitir „You I We“ og nýtur Magnús liðsinni breskrar söngkonu en lagið er innan annarrar tónlistarstefnu en hann er vanur að vinna. „Ég samdi lagið og melódíuna fyrr á þessu ári en svo tók leitin við að finna réttu röddina,“ segir Magnús. Magnús hefur undanfarin ár stundað nám í tónlist í Kaliforníu og hyggst hann láta reyna á hæfileika sína í tónlistarsenunni þar. Í síðustu viku fékk Magnús heldur betur góðar fréttir þegar hann fékk samþykkt landvistarleyfi í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög langt ferli að fá áframhaldandi landvistarleyfi en nú má ég vinna sem tónlistarmaður hérna úti. Það er ekki hlaupið að því að fá þetta vísa en ég var með góða umsókn og lögfræðing með mér í liði, segir Magnús sem áætlar að næsta lag komi út í ágúst. Þá hefur hann í nógu að snúast í tónlistarbransanum í Los Angeles. Í tilefni af útgáfu lagsins You I We ákvað Magnús að bjóða upp á gjafaleik þar sem aðalvinningurinn er gisting í glæsihýsi í Orange County. Hlusta má á lagið á Spotify eða í spilaranum að neðan, frekari upplýsingar um Magnús og ævintýri í Kaliforníu má finna á Facebook síðu hans, IAmAmoji. Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Magnús Gunnarsson, íslenskur tónlistarmaður sem búsettur er í Los Angeles, hefur gefið út nýtt lag undir listamannsnafninu Amoji. Lagið heitir „You I We“ og nýtur Magnús liðsinni breskrar söngkonu en lagið er innan annarrar tónlistarstefnu en hann er vanur að vinna. „Ég samdi lagið og melódíuna fyrr á þessu ári en svo tók leitin við að finna réttu röddina,“ segir Magnús. Magnús hefur undanfarin ár stundað nám í tónlist í Kaliforníu og hyggst hann láta reyna á hæfileika sína í tónlistarsenunni þar. Í síðustu viku fékk Magnús heldur betur góðar fréttir þegar hann fékk samþykkt landvistarleyfi í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög langt ferli að fá áframhaldandi landvistarleyfi en nú má ég vinna sem tónlistarmaður hérna úti. Það er ekki hlaupið að því að fá þetta vísa en ég var með góða umsókn og lögfræðing með mér í liði, segir Magnús sem áætlar að næsta lag komi út í ágúst. Þá hefur hann í nógu að snúast í tónlistarbransanum í Los Angeles. Í tilefni af útgáfu lagsins You I We ákvað Magnús að bjóða upp á gjafaleik þar sem aðalvinningurinn er gisting í glæsihýsi í Orange County. Hlusta má á lagið á Spotify eða í spilaranum að neðan, frekari upplýsingar um Magnús og ævintýri í Kaliforníu má finna á Facebook síðu hans, IAmAmoji.
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira