Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Sebastian Kunz er réttarmeinafræðingur. Hluti af starfi hans er að meta ákverka eftir átök. Fréttablaðið/Valli Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15