Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 21:45 Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir (Ermarsundskona), Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Aðsend Stefnt er að því að sundhópurinn Marglyttur hefji boðsund sitt yfir Ermarsundið á morgun, þann 10. september ef spár halda og fyrirhuga sundkonurnar að leggja af stað klukkan sex um morguninn að íslenskum tíma. Upprunalega ætlaði hópurinn að leggja af stað í gærnótt en neyddust þær til að fresta boðsundinu vegna veðurs. Marglytturnar hafa beðið undanfarna daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll að vera þeim hagstæð. Um er að ræða 34 km leið á milli borgarinnar Dover í Englandi og höfðans Cap Gris Nez í Frakklandi, og er hún gjarnan kölluð Everest sjósundsfólks. Vegna strauma er vegalengdin sem synt er þó oft helmingi lengri.„Við Marglytturnar erum meira en til í það að leggjast til sunds við erum búnar að bíða eftir grænu ljósi og nú er það komið. Við byrjum í birtu sem er alveg yndislegt og síðan sjáum við til hvernig straumar og stefnur eru hvort við löndum í Frakklandi í birtu eða myrkri, það skiptir í raun ekki máli þar sem gleðin verður þá við völd að klára þetta langsund,“ segir Sigrún Þ. Geirsdóttir í Marglyttuhópnum og eina íslenska konan sem synt hefur Ermarsundið ein síns liðs.Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Reikna má með því að hreyfing fari að sjást á kortinu um klukkan 6:30.Vilja vekja athygli á plastmengun Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. „Blái herinn hefur unnið ótrúlegt starf á síðustu 24 árum og við Marglyttur erum stoltar af því að geta stutt þeirra frábæra starf á þennan hátt. Við höfum verið að synda hér daglega og finnum hvað sjórinn er mikið mengaður, enda á lífríkið hér í Ermarsundinu mjög undir högg að sækja,“ sagði Þórey Vilhjálmsdóttir í Marglyttuhópnum. Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir (Ermarsundskona), Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Hægt að fylgjast með staðsetningu þeirra í rauntíma Lítill fiskibátur fylgir þeim alla leið. Hópurinn hefur aðstöðu um borð og þar verður einnig eftirlitsmaður sem tryggir að sundið, þ.á.m. skiptingar, fari rétt fram. Það er margt sem þarf að ganga upp: vindur, straumar, tími flóðs og fjöru og ölduhæð þarf að vera innan vissra marka. „Við erum vongóðar og undirbúum okkur líkt og við séum að fara af stað í nótt,“ sagði Brynhildur Ólafsdóttir í Marglyttuhópnum. Áætlað er að boðsundið taki 16-18 tíma og mun hver og ein sundkona synda í eina klukkustund í senn í fyrir fram ákveðinni röð og því eru líkur á því að hver Marglytta syndi tvisvar til þrisvar. Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir ofan og á þessari slóð á meðan sundinu stendur.Hvetja landsmenn til að leggja söfnuninni lið Marglyttur hvetja landsmenn til að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð sem getur skipt máli fyrir Bláa herinn. Eimskip er aðalstyrktaraðili Marglytta og með hjálp fyrirtækisins renna öll áheit óskipt til Bláa hersins. Hægt er að styðja Marglyttur með AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru jafnframt á Facebook-síðu Marglytta. Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Skilja áhyggjurnar eftir í sjónum Sex afrekskonur ætla að synda boðsund yfir Ermarsund í september. Markmiðið með sundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en ástand þess í Ermarsundi er slæmt. 20. júlí 2019 09:00 Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi. 4. september 2019 16:11 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Stefnt er að því að sundhópurinn Marglyttur hefji boðsund sitt yfir Ermarsundið á morgun, þann 10. september ef spár halda og fyrirhuga sundkonurnar að leggja af stað klukkan sex um morguninn að íslenskum tíma. Upprunalega ætlaði hópurinn að leggja af stað í gærnótt en neyddust þær til að fresta boðsundinu vegna veðurs. Marglytturnar hafa beðið undanfarna daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll að vera þeim hagstæð. Um er að ræða 34 km leið á milli borgarinnar Dover í Englandi og höfðans Cap Gris Nez í Frakklandi, og er hún gjarnan kölluð Everest sjósundsfólks. Vegna strauma er vegalengdin sem synt er þó oft helmingi lengri.„Við Marglytturnar erum meira en til í það að leggjast til sunds við erum búnar að bíða eftir grænu ljósi og nú er það komið. Við byrjum í birtu sem er alveg yndislegt og síðan sjáum við til hvernig straumar og stefnur eru hvort við löndum í Frakklandi í birtu eða myrkri, það skiptir í raun ekki máli þar sem gleðin verður þá við völd að klára þetta langsund,“ segir Sigrún Þ. Geirsdóttir í Marglyttuhópnum og eina íslenska konan sem synt hefur Ermarsundið ein síns liðs.Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Reikna má með því að hreyfing fari að sjást á kortinu um klukkan 6:30.Vilja vekja athygli á plastmengun Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. „Blái herinn hefur unnið ótrúlegt starf á síðustu 24 árum og við Marglyttur erum stoltar af því að geta stutt þeirra frábæra starf á þennan hátt. Við höfum verið að synda hér daglega og finnum hvað sjórinn er mikið mengaður, enda á lífríkið hér í Ermarsundinu mjög undir högg að sækja,“ sagði Þórey Vilhjálmsdóttir í Marglyttuhópnum. Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir (Ermarsundskona), Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Hægt að fylgjast með staðsetningu þeirra í rauntíma Lítill fiskibátur fylgir þeim alla leið. Hópurinn hefur aðstöðu um borð og þar verður einnig eftirlitsmaður sem tryggir að sundið, þ.á.m. skiptingar, fari rétt fram. Það er margt sem þarf að ganga upp: vindur, straumar, tími flóðs og fjöru og ölduhæð þarf að vera innan vissra marka. „Við erum vongóðar og undirbúum okkur líkt og við séum að fara af stað í nótt,“ sagði Brynhildur Ólafsdóttir í Marglyttuhópnum. Áætlað er að boðsundið taki 16-18 tíma og mun hver og ein sundkona synda í eina klukkustund í senn í fyrir fram ákveðinni röð og því eru líkur á því að hver Marglytta syndi tvisvar til þrisvar. Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir ofan og á þessari slóð á meðan sundinu stendur.Hvetja landsmenn til að leggja söfnuninni lið Marglyttur hvetja landsmenn til að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð sem getur skipt máli fyrir Bláa herinn. Eimskip er aðalstyrktaraðili Marglytta og með hjálp fyrirtækisins renna öll áheit óskipt til Bláa hersins. Hægt er að styðja Marglyttur með AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru jafnframt á Facebook-síðu Marglytta.
Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Skilja áhyggjurnar eftir í sjónum Sex afrekskonur ætla að synda boðsund yfir Ermarsund í september. Markmiðið með sundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en ástand þess í Ermarsundi er slæmt. 20. júlí 2019 09:00 Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38 Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi. 4. september 2019 16:11 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Skilja áhyggjurnar eftir í sjónum Sex afrekskonur ætla að synda boðsund yfir Ermarsund í september. Markmiðið með sundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en ástand þess í Ermarsundi er slæmt. 20. júlí 2019 09:00
Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Sigrún Þuríður Geirsdóttir var 23 klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni en hún náði þessu í fyrstu tilraun. 8. ágúst 2015 21:38
Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi. 4. september 2019 16:11