Síle bætist í hópinn fyrir suðurameríska HM 2030 framboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:00 Luis Suarez og Lionel Messi auglýsa suðurameríska framboðið fyrir HM 2030. Getty/Sandro Pereyra Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sjá meira
Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sjá meira