Enginn getur tekið sér lögregluvald Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. apríl 2019 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55