Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 08:30 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að staðartíma. Þetta kemur fram í svari Silju Arvola hjá lögreglunni í Finnmörku við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að mennirnir tveir hafi ekki enn verið yfirheyrðir að viðstöddum verjendum og túlki en að það verði gert næstkomandi miðvikudag. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum í kvöld. Mun lögreglan fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir hálfbróður Gísla. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum. Sá maður hefur neitað sök í málinu en ekki liggur fyrir hver formleg afstaða hálfbróðurins er. Hann skrifaði þó færslu á Facebook á laugardeginum þar sem hann viðurkenndi að hafa orðið Gísla Þór að bana og baðst fyrirgefningar. Mehamn er lítið, 779 manna samfélag byggðarlag í Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noregi. Í Gamvik búa alls um 1.100 manns en þar af eru um 30 Íslendingar. Trond Einar Oluassen, bæjarstjórinn í Gamvik, sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar væru slegnir vegna málsins. „„Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ sagði Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu um helgina og var haldin minningarathöfn í kirkjunni á laugardag. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að staðartíma. Þetta kemur fram í svari Silju Arvola hjá lögreglunni í Finnmörku við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að mennirnir tveir hafi ekki enn verið yfirheyrðir að viðstöddum verjendum og túlki en að það verði gert næstkomandi miðvikudag. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum í kvöld. Mun lögreglan fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir hálfbróður Gísla. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum. Sá maður hefur neitað sök í málinu en ekki liggur fyrir hver formleg afstaða hálfbróðurins er. Hann skrifaði þó færslu á Facebook á laugardeginum þar sem hann viðurkenndi að hafa orðið Gísla Þór að bana og baðst fyrirgefningar. Mehamn er lítið, 779 manna samfélag byggðarlag í Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noregi. Í Gamvik búa alls um 1.100 manns en þar af eru um 30 Íslendingar. Trond Einar Oluassen, bæjarstjórinn í Gamvik, sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar væru slegnir vegna málsins. „„Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ sagði Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu um helgina og var haldin minningarathöfn í kirkjunni á laugardag.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00