Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:00 Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir minnsta kosti fjögur mál hafa komið upp nýlega hjá stofnuninni að viðbættum þeim sem Landhelgisgæslan sagði frá í síðustu viku. Skjáskot/Stöð 2 Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53