Engin gósentíð í nótt hjá leigubílstjórum Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2019 12:32 Einar Árnason segir að það hafi ekki verið nein uppgrip í nótt, eins og margir ætluðu að yrðu. Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason
Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17