Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 12:36 Björgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group. Fbl/Stefán Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu og sagði Björgólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Það vilja allir vinna heiðarlega. Það vilja allir gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir Björgólfur, en Samherji réði norsku lögmannsstofuna Wiborg Rein til þess að rannsaka þær ásakanir á hendur fyrirtækinu sem fram komu í umfjöllun Kveiks á þriðjudag. Meðal þess sem þar kom fram var að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í hafsögu landsins. Björgólfur segir að lögmannsstofan komi til með að fá fullt frelsi til þess að sinna rannsókn málsins. „Það koma niðurstöður úr þessari rannsókn, og þær verða auðvitað birtar. Við skulum átta okkur á því að eftir umfjöllun Kveiks hefur þetta fyrirtæki [Samherji] beðið álitshnekki,“ segir Björgólfur og bætir við að það sé verðmætt fyrir félög á borð við Samherja að orðspor þeirra sé gott. Hann segir mikilvægt að Samherji endurheimti orðspor sitt, og geri það af auðmýkt.Samherji geti ekkert falið „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki,“ segir Björgólfur. Hann segir að ef rannsóknin leiði í ljós ólöglegt athæfi af hálfu Samherja þurfi hann einfaldlega að standa frammi fyrir starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, og skýra frá því. „Við getum ekkert falið í þessu. Stjórnin setur þetta í þennan farveg, hún vill vinna samkvæmt lögum og reglum. Fyrirtækið er með starfsemi í tólf löndum, þannig það er afskaplega mikilvægt að það komi ekki upp einhverjir álitshnekkir úti um allan heim.“ Viðtalið við Björgólf í Sprengisandi má heyra hér að neðan. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu og sagði Björgólfur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Það vilja allir vinna heiðarlega. Það vilja allir gera hlutina samkvæmt lögum og ég trúi því að Samherji hafi verið á þeirri vegferð. Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þessari rannsókn,“ segir Björgólfur, en Samherji réði norsku lögmannsstofuna Wiborg Rein til þess að rannsaka þær ásakanir á hendur fyrirtækinu sem fram komu í umfjöllun Kveiks á þriðjudag. Meðal þess sem þar kom fram var að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu til þess að komast yfir kvóta í hafsögu landsins. Björgólfur segir að lögmannsstofan komi til með að fá fullt frelsi til þess að sinna rannsókn málsins. „Það koma niðurstöður úr þessari rannsókn, og þær verða auðvitað birtar. Við skulum átta okkur á því að eftir umfjöllun Kveiks hefur þetta fyrirtæki [Samherji] beðið álitshnekki,“ segir Björgólfur og bætir við að það sé verðmætt fyrir félög á borð við Samherja að orðspor þeirra sé gott. Hann segir mikilvægt að Samherji endurheimti orðspor sitt, og geri það af auðmýkt.Samherji geti ekkert falið „Það er okkar hlutverk að skýra frá niðurstöðunum. Ef þú ætlar að endurvinna traust og trúnað fólks, þá verður þú að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er auðvitað að vona að það sé ekki mikið þarna sem gengið hefur á sem stenst ekki lög. En ég veit það ekki,“ segir Björgólfur. Hann segir að ef rannsóknin leiði í ljós ólöglegt athæfi af hálfu Samherja þurfi hann einfaldlega að standa frammi fyrir starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum, og skýra frá því. „Við getum ekkert falið í þessu. Stjórnin setur þetta í þennan farveg, hún vill vinna samkvæmt lögum og reglum. Fyrirtækið er með starfsemi í tólf löndum, þannig það er afskaplega mikilvægt að það komi ekki upp einhverjir álitshnekkir úti um allan heim.“ Viðtalið við Björgólf í Sprengisandi má heyra hér að neðan.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02