Leggja þurfi aukna áherslu á félagsfærni í kennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 21:30 Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira