Krefja þýsk stjórnvöld svara um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. maí 2019 07:45 [Burðarmynd með smá súmmeringu inn á Schutz í hvítu skyrtunni) Frá blaðamannafundi um lausn Geirfinnsmálsins 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45