Krefja þýsk stjórnvöld svara um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. maí 2019 07:45 [Burðarmynd með smá súmmeringu inn á Schutz í hvítu skyrtunni) Frá blaðamannafundi um lausn Geirfinnsmálsins 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45