Innlent

Spennar við gagnaver brunnu yfir

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Fimm slökkviliðsmenn sinna útkallinu hjá gagnaveri Verne Global
Fimm slökkviliðsmenn sinna útkallinu hjá gagnaveri Verne Global Vísir/EinarÁ
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendir að gagnaveri Verne Global skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um reyk við gagnaverið.

Brunaboð höfðu borist öryggisfyrirtæki skömmu fyrir miðnætti en þegar öryggisverðir komu á vettvang var tilkynnt um að reykur væri í húsnæðinu.

Um svipað leyti fór rafmagn af í Njarðvík en á vef Landsnets kemur fram að útleysing hafi orðið í tveimur rofum á Fitjum út frá gagnaverinu, eða klukkan 23:33. Á sama tíma varð útleysing í tengivirki Landsnets á Ásbrú.

Ástæðan er sögð ókunn og lauk vinnu við að tengja almennt álag og Verne aftur við flutningskerfið skömmu fyrir miðnætti.

Í samtali við varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, þegar klukkan var gengin hálf eitt, að þá sagði hann að slökkviliðsmenn væri enn á vettvangi. Líklegt væri að spennistöð hafi brunnið yfir og að sérfræðingur frá Landsneti væri á leið á vettvang.

Skjáskot af vef Landsnets í kvöldLandsnet



Fleiri fréttir

Sjá meira


×