Affleck hættir sem Batman Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 11:28 Ben Affleck. Vísir/Getty Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira