Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 17:41 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir mál systkinanna hafa verið lengi til rannsóknar hjá embættinu. Mynd/Stöð 2 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29
Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15
Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41