Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 19:03 Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún. Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún.
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira