Má reikna með fleiri uppsögnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 12:17 Talið er að fyrirtæki haldi áfram að hagræða. Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting verði í tíu ára lágmarki á þessu ári. Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira