Ungir drengir slá í gegn með Blóðmör Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 14:56 Þrátt fyrir ungan aldur eru þessir piltar að gera það gott í tónlistarheiminum. Blóðmör Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör
Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira