Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í byrjun apríl. vísir/vilhelm „Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamningnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækkanir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launagreiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjarasamningsins. Það er mjög óheppileg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framkvæmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yfirborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Eflingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að myndast einhver túlkun hjá atvinnurekendum að það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samningsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamningnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækkanir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launagreiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjarasamningsins. Það er mjög óheppileg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framkvæmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yfirborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Eflingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að myndast einhver túlkun hjá atvinnurekendum að það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samningsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira